spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið í dag

Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið í dag

11:06 

{mosimage}

 

 

Annar leikur Hauka og Keflavíkur fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík í dag og hefst hann kl. 16:00. Staðan í einvíginu er 1-0 Haukum í vil eftir 87-78 sigur að Ásvöllum í fyrsta úrslitaleik liðanna.

 

Haukakonur töpuðu aðeins einum leik í deildarkeppninni í vetur og það var í Sláturhúsinu en þess ber þó einnig að geta að þær hafa ekki enn unnið útileik í úrslitakeppninni þar sem þær töpuðu báðum útileikjunum gegn ÍS.

 

Keflavíkurkonur hafa náð einum útisigri í úrslitakeppninni en það var í fjórða og síðasta leik liðsins gegn Grindavík en sá leikur fór fram í Röstinni.

 

Haukar sópuðu Keflavík 3-0 í fyrra og með sigri í Sláturhúsinu í dag verða Keflavíkurkonur komnar í óþægilega aðstöðu. Nái Keflavík sigri í dag fara liðin jöfn 1-1 að Ásvöllum og þá er ekki ósennilegt að bregða þurfi til oddaleiks.

 

Keflavík-Haukar

Sláturhúsið í Keflavík kl. 16:00 í dag

Fréttir
- Auglýsing -