spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaÍslandsmeistararnir lögðu toppliðið í N1 höllinni

Íslandsmeistararnir lögðu toppliðið í N1 höllinni

Íslandsmeistara Vals lögðu Keflavík í N1 höllinni á Hlíðarenda í kvöld í 17. umferð Subway deildar kvenna. Eftir leikinn er Keflavík þó enn í efsta sæti deildarinnar með 24 stig, en Valur í 7. sætinu með 12 stig.

Það voru heimakonur í Val sem náðu að vera skrefinu á undan á upphafsmínútum leiksins, leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-18 og sex stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 41-35.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Keflavík þó fljótt en örugglega að vinna niður forskotið og ná að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum um miðbygg þriðja fjórðungs. Þær ná svo áfram að vera á undan út leikhlutann, en staðan fyrir þann fjórða er 58-61. Í þeim fjórða var leikurinn svo í járnum og eru leikar jafnir 77-77 þegar um mínúta er eftir af klukkunni. Liðunum gengur báðum illa að koma boltanum í körfuna á lokamínútunni, en undir lokin er það nýr leikmaður Vals Téa Adams sem skorar sigurkörfuna fyrir þær með laglegri keyrslu á körfuna, 79-77.

Atkvæðamest í liði Vals í kvöld var Ásta Júlía Grímsdóttir með 23 stig, 13 fráköst og Brooklyn Pannell bætti við 18 stigum og 7 fráköstum.

Fyrir Keflavík var það Birna Benónýsdóttir sem dró vagninn með 23 stigum og 6 fráköstum. Henni næst var Daniela Wallen með 14 stig og 9 fráköst.

Næst á Keflavík leik komandi þriðjudag 30. janúar gegn Þór í Blue höllinni á meðan að Valur leikur næst degi seinna miðvikudag 31. janúar gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -