spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaÍslandsmeistararnir í talsverðu basli með nýliðana

Íslandsmeistararnir í talsverðu basli með nýliðana

Íslandsmeistarar Vals lögðu nýliða Snæfells í N1 höllinni í kvöld í Subway deild kvenna, 69-57. Eftir leikinn er Valur í 2. sæti B deildarinnar með átta sigra á meðan að Snæfell er í 4. sætinu með tvo sigra. Þrátt fyrir þennan augljósa mun á gengi liðanna það sem af er tímabili lagði Snæfell lið Vals í síðasta leik liðanna nú í janúar.

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á forystunni í fimm skipti í fyrsta leikhlutanum, en að honum loknum voru heimakonur þó skrefinu á undan, 19-16. Valskonur ná svo að opna annan leikhlutann á sterku 10-3 áhlaupi. Snæfell hefur eitthvað náð að fara yfir hlutina í leikhléi sem þær taka á þeirri stundu, því þær ná að stöðvar blæðinguna og klára hálfleikinn nokkuð sterkt, þó Valur sé enn 4 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja, 31-27.

Stigahæst heimakvenna í fyrri hálfleiknum var Brooklyn Pannell með 9 stig á meðan Shawnta Shaw var með 9 stig fyrir Snæfell.

Snemma í seinni hálfleiknum nær Snæfell aftur að komast yfir. Ná þó nákvæmlega ekkert að byggja ofan á það. Eru í fimm skipti með forystuna í þriðja fjórðung, en staðan er jöfn fyrir lokaleikhlutann, 48-48. Valskonur byrja þann fjórða svo að krafti og eru komnar með 7 stiga forystu þegar um fimm mínútur eru til leiksloka, 61-54. Snæfell er ekki með endurkomuna í sér á lokamínútunum þrátt fyrir að vissulega hafi þær barist hetjulega. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggum sigur Íslandsmeistara Vals, 69-57.

Best í liði Vals í kvöld var Brooklyn Pannell með 15 stig og 12 fráköst. Fyrir Snæfell var það Shawnta Shaw sem dró vagninn með 17 stigum, 8 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -