spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistararnir hefja leik í Vesturbænum

Íslandsmeistararnir hefja leik í Vesturbænum

Leikjaniðurröðun Bónus deildar karla fyrir komandi tímabil er nú aðgengileg á heimasvæði deildarinnar hjá KKÍ.

Hér fyrir neðan má sjá leiki fyrstu umferðar, en fyrstu leikir eru á dagskrá þann 2. október. Líkt og sjá má hér fyrir neðan byrja nýliðar ÍA á leik heima gegn Þór og hinir nýliðar deildarinnar úr Ármanni heimsækja Álftanes.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja svo titilvörn sína á leik gegn KR í Vesturbænum.

Fyrsta umferð Bónus deild karla

ÍA Þór – kl. 19:15 – 2. október

Álftanes Ármann – kl. 19:15 – 2. október

KR Stjarnan – kl. 19:15 – 2. október

Keflavík ÍR – kl. 19:15 – 2. október

Grindavík Njarðvík – kl. 19:15 – 3. október

Hér má sjá leikjaniðurröðun Bónus deildar karla

Fréttir
- Auglýsing -