spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir bæta í hópinn

Íslandsmeistararnir bæta í hópinn

Íslandsmeistarar Vals sömdu í dag við þær Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og Brooklyn Pannell.

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir kemur frá Breiðabliki þar sem hún skilaði 9 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik. Uppeldisfélag hennar eru Hrunamenn en hún hefur einnig leikið með Haukum í efstu deild. Samningur Þórdísar Jónu er til næstu tveggja ára.

Brooklyn Pannell kemur líka frá Breiðabliki. Hún skilaði 24 stigum, 5 stoðsendingum, 7 fráköstum og stal 4 boltum að meðaltali í leik. Samningur Brooklyn er út þetta tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -