spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistarar Stjörnunnar í úrslit Scania Cup

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í úrslit Scania Cup

 
Í dag mun 10. flokkur Stjörnunnar leika til úrslita í sínum flokki á Scania Cup sem nú fer fram í Svíþjóð. 9. flokkur félagsins hefur þegar lokið keppni og hafnaði liðið í 5. sæti keppninnar. Hægt verður að fylgjast með úrslitaleik Stjörnunnar í beinni netútsendingu.
Frásögn af heimasíðu Stjörnunnar:
 
10. flokkur karla gerði sér lítið fyrir og lögðu Ura 74-59 í undanúrslitum í morgun. Strákarnir leiddu nokkuð örugglega lengst af og verðskulduðu sigurinn og þar með sæti í úrslitaleiknum en þar mæta þeir annað hvort Hörsholm eða heimamönnum í SBBK.
 
Leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á rtsp://217.27.160.12/scania.sdp mælt er með því að opna strauminn í VLC media player þar sem ekki er öruggt að hann virki í Windows media player.
 
Mynd/ [email protected] – 10. flokkur Stjörnunnar varð Íslandsmeistari á dögunum og berjast um Scania Cup titilinn síðar í dag.
Fréttir
- Auglýsing -