Línurnar eru að skýrast fyrir átökin í körfunni á næstu leiktíð. Drög að leikjadagskrá voru gefin út fyrir helgi. Þar má t.d. sjá að Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Stjörnunnar mætast í fyrstu umferð Domino´s-deildar karla. Nýliðar Hattar mæta aftur í úrvalsdeild og þeirra fyrsta verk verður að heimsækja Ljónagryfjuna og nýliðar FSu fá heimaleik í fyrstu umferð þegar grannar þeirra af Suðurstrandarvegi úr Grindavík mæta í Iðu.
Svona lítur fyrsta umferðin út í Domino´s-deild karla
ÍR – Tindastóll
Stjarnan – KR
Þór Þorlákshöfn – Keflavík
Haukar – Snæfell
Njarðvík – Höttur
FSu – Grindavík
Drög að keppnisdagskrá Domino´s-deildar karla
Íslandsmeistarar Snæfells byrja á útivelli í Domino´s-deild kvenna þegar liðið sækir Hamar heim í Frystikistuna. Bikarmeistarar Grindavíkur fá heimaleik gegn KR. Nýliðar Stjörnunnar byrja á heimavelli þegar grannar þeirra í Haukum koma í heimsókn.
Svona lítur fyrsta umferðin út í Domino´s-deild kvenna
Grindavík – KR
Valur – Keflavík
Hamar – Snæfell
Stjarnan – Haukar
Drög að keppnisdagskrá Domino´s-deildar kvenna
Hér má svo líta drög að keppnisdagskránni í 1. deild karla og 1. deild kvenna
Samkvæmt keppnisdagatali KKÍ þá hefst keppni í Lengjubikarnum 14. september og keppni í Domino´s-deild kvenna 14. október og keppni í Domino´s-deild karla þann 15. október. 32 liða úrlsitin í Poweradebikarnum verða þá í lok október og bikarúrslitin sjálf helgina 12.-14. febrúar. Úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna hefjast þá í marslok en 8-liða úrslitin í Domino´s-deild karla um miðjan mars.
Þá eru riðlarnir fyrir Lengjubikarinn klárir en sjá má þá hér.
Keppnisdagatal KKÍ 2015-2016
Mynd/ Hjalti Árna – Íslandsmeistarar KR hefja leik á útivelli gegn bikarmeisturum Stjörnunnar.



