KR varð í gær Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna.
Liðið vann alla sína leiki í lokatúrneringu vetrarins í jafnri fyrstu deild. Með öruggum sigri sínum, 63-43, á sameiginlegu liði Tindastóls og Skallagríms í lokaleik helgarinnar var titillinn í höfn.
Titillinn er sá annar í röð fyrir árganginn, en á síðasta ári varð liðið Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna.
Þjálfarar liðsins eru Friðrik Runólfsson og Helena Haraldsdóttir, en hér fyrir ofan má sjá mynd af þeim með liðinu.
Fréttir að úrslitum yngri flokka má senda á [email protected]



