spot_img
HomeFréttirÍslands - og bikarmeistarar Keflavíkur semja við Brittanny Dinkins

Íslands – og bikarmeistarar Keflavíkur semja við Brittanny Dinkins

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur hafa samið við nýjan erlendan leikmann fyrir næsta tímabil í Dominos deild kvenna. Britanny Dinkins mun fylla í skarð Arianna Moorer í titilvörn næsta tímabils hjá Keflavík. 

 

Dinkins kemur frá Sourthern Miss háskólanum þar sem hún var með 18,4 stig, 4,1 frákast, 3,7 stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta ?að meðaltali í leik á útskriftarári sínu. Hún er 23 ára bakvörður sem þykir sérlega góður varnarmaður en hún var valin í úrvalslið og besta varnarlið sinnar deildar í háskólaboltanum síðastliðin vetur. 

 

Keflavík kom á óvart síðasta tímabil með ungt lið og vann báða stóru titlana sem í boði voru í meistaraflokki kvenna. Liðið lék magnaðan varnarleik undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar þar sem Arianna Moorer lék leiðtogahlutverkið með góðum árangri. Hvort Dinkins geri það sama mun koma í ljós en spennandi verður að fylgjast með komandi tímabili hjá þessi stórskemmtilega liði. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -