spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Íslandi gekk betur í dag en í gær í æfingaleik í Södertalje

Íslandi gekk betur í dag en í gær í æfingaleik í Södertalje

Íslenska kvennalandsliðið mátti þola tap í dag fyrir heimakonum í æfingaleik í Södertalje í Svíþjóð.

Íslenska liðið leiddi með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-18. Heimakonur ná þó góðum tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiksins og er Svíþjóð 7 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik. Heimakonur láta svo kné fylgja kviði í upphafi seinni hálfleiksins og eru þægilegum 15 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 47-62. Undir lokin siglir Svíþjóð svo nokkuð öruggum 15 stiga sigur í höfn, 66-81.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Birna Valgerður Benónýsdóttir með 19 stig, 3 fráköst og 2 stolna bolta. Þá var Ásta Júlía Grímsdóttir með 14 stig, 5 fráköst, 2 stolna bolta, Þóranna Kika Hodge Carr með 8 stig, 5 fráköst og Þóra Kristín Jónsdóttir 5 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Leikurinn var annar tveggja sem liðið leikur í undirbúningi sínum fyrir komandi verkefni, en í gær töpuðu þær æfingaleik sínum gegn Svíþjóð með 29 stigum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -