spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Ísland upp um fjögur sæti á heimslista kvennalandsliða FIBA

Ísland upp um fjögur sæti á heimslista kvennalandsliða FIBA

FIBA uppfærði á dögunum heimslista kvennalandsliða. Þar má sjá að Ísland fer upp um fjögur sæti frá þeim síðasta, úr 62. Í 58., en liðið endaði í þriðja sæti riðils síns í undankeppni EuroBasket fyrr í mánuðinum.

Samkvæmt listanum er Ísland svo í 29. sæti í Evrópu, þremur sætum fyrir neðan Danmörku, en sæti ofar en Finnland. Efstar Norðurlandaþjóða eru Svíþjóð í 17. sæti Evrópulistans.

Heimslisti FIBA

Fréttir
- Auglýsing -