spot_img
HomeFréttirÍsland-Ungverjaland í Laugardalshöll í kvöld

Ísland-Ungverjaland í Laugardalshöll í kvöld

Topp- og botnlið E-riðils í forkeppni EuroBasket 2017 mætast í Laugardalshöll í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Ungverjum. Fyrri leikur liðanna sem fram fór í Ungverjalandi í nóvembermánuði síðastliðnum lauk með 72-50 sigri Ungverja.

Ungverjar unnu 65-64 spennusigur á Slóvökum í síðustu umferð og hafa því 6 stig á toppi riðilsins en Íslendingar eru í fjórða sæti án sigurs með 3 stig en eitt stig fæst fyrir hvern spilaðan leik.

Nú er í raun komið að síðasta séns hjá íslenska liðinu því til þess að eiga möguleika á því að koma sér á EuroBasket 2017 dugir fátt annað en að vinna síðustu þrjá leikina en það er heimaleikurinn í kvöld gegn Ungverjum, útileikur gegn Slóvakíu í nóvember og síðasti leikurinn er heimaleikur gegn Portúgal þann 23. nóvember. 

Að lokinni riðlakeppni munu 9 efstu liðin (efsta lið hvers riðils) komast beint inn í lokakeppnina ásamt 6 liðum sem hafa bestan árangur í 2. sæti riðlanna – alls 15 lið. Sextánda liðið í keppninni er Tékkland sem fer beint í lokakeppnina sem mótshaldari lokakeppni EuroBasket 2017. 

Fjölmennum í Laugardalshöll í kvöld og styðjum stelpurnar til sigurs. Áfram Ísland!

Miðasala á tix.is 

Mynd/ [email protected] – Frá fyrri viðureign Íslands og Ungverjalands í nóvembermánuði síðastliðnum.

Fréttir
- Auglýsing -