Þá er loka keppnisdagurinn runninn upp í riðlakeppni EuroBasket og íslenska landsliðið mun leika síðasta leikinn í B-riðli þegar það glímir við Tyrki kl. 21:00 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Tyrkir hafa unnið tvo leiki hér ytra og tapað tveimur, þeir lögðu Þjóðverja og Ítali en hafa tapað gegn Serbum og stórt gegn Spáni. Íslenska liðinu þyrstir í sigur og það heyrðist á máli okkar manna í gær að þeir ætluðu sér að taka einn sigur frá þessu móti.
Jón Arnór Stefánsson hefur farið fyrir íslenska liðinu á mótinu en hann hefur gert samtals 54 stig í þessum fjórum leikjum eða 13,5 stig að meðaltali í leik. Jón leiðir Ísland einnig í stoðsendingum með 21 eða 5,25 eða meðaltali í leik.
Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur skilað flestum mínútum íslenskru leikmannanna eða 118 talsins og skammt þar á undan er Haukur Helgi Pálsson með samtals 114 mínútur.
Leikir dagsins (þýskur tími)
Staðan í riðlinum
Snapchat: Karfan.is









