spot_img
HomeFréttirÍsland tryggði sig áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins með öruggum sigri...

Ísland tryggði sig áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins með öruggum sigri á Lúxemborg

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Lúxemborg rétt í þessu í lokaleik riðlakeppni sinnar á Evrópumótinu í Georgíu, 55-97. Liðinu gengið nokkuð vel það sem af er, unnið þrjá leiki í röð eftir að þeir höfðu tapað opnunarleik sínum á mótinu.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Ólafur Gunnlaugsson með 27 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Þorvaldur Orri Árnason með 15 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.

Enn eru nokkrir leikir eftir í riðil Íslands, en þeir eru þó nokkuð öruggir með að vera búnir að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin. Eina taplausa liðið í riðlinum, Eistland, er þó líklegt til þess að sigra annan eða báða lokaleiki sína og færast þar með uppfyrir Ísland í efsta sæti riðilsins og skilja þá eftir í öðru sætinu. Fari svo, er líklegt að liðið leiki við annaðhvort Makedóníu eða Georgíu í átta liða úrslitum komandi föstudag 2. júlí.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -