spot_img
HomeFréttirÍsland tryggði sér annað sætið á NM - Elísabeth Ýr í úrvalsliði...

Ísland tryggði sér annað sætið á NM – Elísabeth Ýr í úrvalsliði mótsins

Undir 18 ára lið stúlkna tryggði sér í dag annað sætið á Norðurlandamótinu í Kisakallio með sigri á Svíþjóð, 53-60. Liðið vann alla leiki sína á mótinu nema gegn Finnlandi, sem urðu í fyrsta sæti.

Gangur leiks

Svíþjóð tókst að vera skrefinu á undan á upphafsmínútum leiksins, en þegar fyrsti fjórðungurinn er á enda eru þær 3 stigum yfir, 20-17. Undir lok fyri hálfleiksins ná þær íslensku þó að komast yfir, missa það þá aftur og eru 4 stigum undir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 31-27.

Emma Grace Theodórsson þurfti að yfirgefa völlinn um miðjan fyrri hálfleikinn vegna meiðsla á ökkla. Munar það um minna fyrir liðið, en á aðeins 8 mínútum spiluðum í dag hafði Emma skilað 7 stigum og 3 fráköstum.

Með vasklegri framgöngu í upphafi seinni hálfleiksins ná þær að snúa taflinu sér í vil og eru 6 stigum yfir eftir þriðja leikhlutann, 39-45. Þá forystu missa þær frá sér á fyrstu mínútum lokafjórðungsins, en gera vel í að ná í hana aftur. Sigla svo að lokum nokkuð öruggum 7 stiga sigur í höfn, 53-60.

Kjarninn

Íslenska liðið var frábært á þessu móti. Virkilega breiður hópur sem þó var með betri leikmenn sem mættu nánast alltaf þegar að á þá var kallað. Elísabeth Ýr Ægisdóttir fremst á meðal jafningja þessara jafningja, en hún var að móti loknu valin í úrvalslið þess.

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland átti teiginn í dag. Setja 32 stig á móti aðeins 20 hjá Svíþjóð. Þá tóku þær einnig fleiri fráköst, 43 á móti aðeins 37 hjá Svíþjóð.

Atkvæðamestar

Vilborg Jónsdóttir var best í liði Íslands í dag. Skoraði aðeins 5 stig, en tók 7 fráköst, gaf 9 stoðsendingar, stal 4 boltum, stýrði liðinu eins og herforingi og spilaði frábæra vörn. Þá var Emma Sóldís Hjördísardóttir einnig góð með 13 stig og 3 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -