spot_img
HomeFréttirÍsland þarf sigur í kvöld gegn Danmörku

Ísland þarf sigur í kvöld gegn Danmörku

Íslenska karlalandsliðið leikur lokaleik sinn í kvöld í forkeppni undankeppni HM 2023. Leikurinn sá fjórði sem Ísland leikur í sóttvarnabúbblunni í Podgorica, en áður höfðu þeir unnið Dani, en tapað tvisvar fyrir Svartfellingum í þessum þriggja liða riðil þar sem tvö lið munu komast áfram í undankeppnina sem hefst í nóvember.

Naumt tap Íslands í gær gegn heimamönnum í Svartfjallalandi þýðir að Ísland þarf á sigri að halda í kvöld ætli þeir sér áfram í keppninni, en fyrri leikinn unnu þeir með 21 stigi fyrir helgina.

Heimasíða keppninnar

Hérna er 14 manna hópur Íslands

Leikurinn er kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV 2 og hér fyrir neðan á YouTube. Þá verður einnig fjallað um hann hér á Körfunni, þar sem einkunnir, umfjöllun og viðbrögð þjálfara og leikmanna verða aðgengileg laust eftir leik.

Fréttir
- Auglýsing -