spot_img
HomeFréttirÍsland tekur á móti heimsmeisturum Spánar kl. 19:45 í Laugardalshöll

Ísland tekur á móti heimsmeisturum Spánar kl. 19:45 í Laugardalshöll

Ísland tekur á móti Spáni í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri leik lokaglugga undankeppni HM 2023. Fyrir leikinn hefur Spánn tryggt sér sæti á lokamótinu, en Ísland er í fjórða sæti riðilsins, með fjóra sigra líkt og Georgía sem er í þriðja sætinu, en efstu þrjú sætin fara á lokamótið.

https://www.karfan.is/2022/11/moguleikar-islands-a-farmida-a-lokamot-hm-2023/

Leikur kvöldsins hefst kl. 19:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Miðasala hefur samkvæmt heimildum gengið vel og líklegt er að höllin verði full í kvöld, en miðasala fer fram í gegnum smáforritið Stubb.

Hérna eru fréttir af HM 2023

https://www.karfan.is/2023/02/12-leikmanna-hopur-islands-fyrir-leikinn-gegn-spani-klar/

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -