spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Ísland tapaði seinni leik sínum á Scandic Cup

Ísland tapaði seinni leik sínum á Scandic Cup

A landslið kvenna mátti þola tap í seinni leik sínum gegn Svíþjóð á Scandic Cup æfingamótinu í Tampere, Finnlandi, 81-46. Fyrri leiknum töpuðu þær gegn heimakonum í Finnlandi í gær.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Hildur Björg Kjartansdóttir með 13 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Henni næst var Þóra Kristín Jónsdóttir með 5 stig og 7 fráköst.

Leikirnir tveir í Tampere voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EuroBasket 2023 nú í haust.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -