spot_img
HomeFréttirÍsland tapaði fyrri vináttuleiknum í Tallinn - Nýliðar liðsins atkvæðamiklir

Ísland tapaði fyrri vináttuleiknum í Tallinn – Nýliðar liðsins atkvæðamiklir

Íslenska landsliðið tapaði rétt í þessu fyrri vináttuleik sínum gegn Eistlandi í Tallinn, 79-91. Hvorki voru áhorfendur í húsinu í dag, né bein útsending frá leiknum neinstaðar. Úr því verður þó bætt á morgun, en þá geta aðdáendur liðsins fylgst með þeim mæta Eistlandi í annað sinn kl. 16:00.

Leikur dagsins var jafn og spennandi lengi vel framan af. Ísland var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-27 og tveimur stigum yfir í hálfleik, 47-49. Heimamann tóku svo völdin í upphafi seinni hálfleiksins og voru 13 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 74-61. Fór svo að lokum að þeir sigruðu með 12 stigum, 91-79.

Þrír leikmenn léku sinn fyrsta landsleik í dag. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, 9 stig og 3 fráköst, Ragnar Örn Bragason, 3 stig og 5 fráköst og Davíð Arnar Ágústsson, 3 stig og 2 fráköst.

Tölfræði leiksins má sjá í heild hér fyrir neðan, en atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Ægir Þór Steinarsson með 14 stig og 4 stoðsendingar. Þá bætti Elvar Már Friðriksson við 13 stigum og 3 fráköstum.

Líkt og mínúturnar gefa til kynna var um vináttu/æfingaleik að ræða, en allir 14 leikmenn liðsins komu við sögu í leiknum.

Fréttir
- Auglýsing -