spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland tapaði fyrir sterku liði Slóveníu í Heraklion

Ísland tapaði fyrir sterku liði Slóveníu í Heraklion

Ísland tapaði fyrir Slóveníu 58-94 í undankeppni EuroBasket 2021 úti í Grikklandi. Eftir leikinn er Slóvenía því enn efst í riðlinum með þrjá sigra úr þremur leikjum, en Ísland í því 4. með þrjú töp úr fyrstu þremur leikjunum. Næst mun Ísland leika við Búlgaríu komandi laugardag.

Það voru Slóvenar sem byrjuðu leik dagsins mun betur, leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo enn frekar við þþað forskot, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 31-58.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerði Ísland vel í að hleypa þeim ekki lengra, Slóvenía þó 29 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 48-77. Í honum gerðu þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 36 stiga sigri í höfn, 58-94.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Sara Rún Hinriksdóttir með 23 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -