spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland stendur í stað á heimslistanum

Ísland stendur í stað á heimslistanum

Heimslisti FIBA var uppfærður í gær eftir síðasta landsliðsgluggann sem lauk um síðustu helgi. Bandaríkin eru líkt og áður í efsta sæti með yfirburði á liðið í öðru sæti sem er Spánn.

Íslenska landsliðið stendur í stað á heimslistanum í 50. sæti. Ísland lék tvo landsleiki í síðustu vikur, þar vann liðið öruggan sigur á Portúgal en tapaði stórt gegn Belgíu.

Hástökkvarar mánaðarins eru Síle sem stökkva um se sæti og eru nú í 73. sæti. Ekkert lið féll þó eins mikið á listanum og landslið Zambíu sem féll um 8 sæti og eru nú í 142 sæti.

Ísland leikur í síðustu umferð forkeppni Eurobasket 2021 í ágúst næstkomandi. Andstæðingar okkar eru báðir fyrir neðan Ísland á heimslistanum, þ.e. Portúgal í 62. sæti og Sviss í 65. sæti.

Heimslistann má finna hér.

Fréttir
- Auglýsing -