spot_img
HomeFréttirÍsland stal bronsinu af heimamönnum

Ísland stal bronsinu af heimamönnum

Íslenska U16 lið drengja lék í dag sinn síðasta leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Finnlandi. Íslenska liðið lék algjörlega frábærlega í dag og unnu sannfærandi sigur á Finnum sem tryggði þeim bronsið.

Gangur leiksins:

Finnska liðið kom mun sterkara til leiks og engu líkara en að Ísland ætlaði að fara eins inní þennan leik og það endaði í gær. Eftir leikhlé Hjalta þjálfara liðsins í fyrsta leikhluta kom liðið hinsvegar til baka og náðu í 41-40 forystu fyrir hálfleikinn.

Ísland lék á allsoddi í seinni hálfleik og fljótlega varð ljóst að Ísland væri líklegri aðilinn. Þegar leið á fóru reiknimeistarar hússins að reikna hversu stóran sigur þurfti til að stela þriðja sætinu af Finnum. Niðurstaðan var fimmtán stig og fór því öll einbeiting á það. Finnar voru pirraðir og réðu ekkert við spræka Íslendinga í dag. 

Niðurstaðan nítján stiga sigur Íslands 85-66. Það þýddi að Ísland stal þriðja sætinu af heimamönnum á lokadegi mótsins og tók liðið því við bronsverðlaunum að leik loknum.

Lykilleikmaður:

Eyþór Orri Árnason var einu frákasti frá þrefaldri tvennu í dag. Hann kom virkilega sterkur inn af bekknum og skilaði 11 stigum, 11 stoðsendingum og 9 fráköstum. Einnig var Ólafur Ingi Styrmisson flottur með 14 stig og 11 fráköst, þar af fjögur sóknarfráköst. . 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -