spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland, Slóvenía og Belgía bíða enn eftir fyrsta æfingaleikssigrinum

Ísland, Slóvenía og Belgía bíða enn eftir fyrsta æfingaleikssigrinum

Íslenska landsliðið heldur undirbúningi sínum áfram fyrir lokamót EuroBasket sem fer af stað í lok mánaðar.

Í gær flaug liðið til Porto í Portúgal til að að spila tvo æfingaleiki. Leikirnir fara fram í Braga og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu á RÚV2.  

Fimmtudagur 14. ágúst: Svíþjóð – Ísland kl. 19:30 á Rúv 2

Föstudagur 15. ágúst: Portúgal – Ísland kl. 19:30 á Rúv 2

Hérna er 13 leikmanna hópur Íslands í Portúgal

Leikirnir eru tveir af fimm sem liðið mun leika fyrir mótið, en áður hafði liðið tapað fyrir Ítalíu og Póllandi úti í Trentino. Lokaæfingaleikur liðsins mun svo vera þann 23. ágúst gegn Litháen.

Þó mögulega sé ekki hægt að ráða allt í niðurstöður æfingaleikja er þar ýmislegt sem hægt er að fylgjast með. Líkt og áhorfendur á þessa fyrstu æfingaleiki íslenska liðsins sáu var liðið vissulega að reyna að vinna, en það var ekki á kostnað þess að allir leikmenn liðsins gætu spreytt sig.

FIBA heldur utan um æfingaleiki allra liða sem fara á lokamótið og er Ísland alls ekki eina liðið sem tapað hefur fyrstu æfingaleikjum sínum. Sé litið sérstaklega til riðils Íslands á mótinu má sjá að bæði Belgía og Slóvenía hafa einnig tapað öllum leikjum sínum, Pólland hefur unnið tvo leiki og Ísrael og Frakkland hafa unnið þrjá leiki.

Æfingaleikir D riðils:

Frakkland2-0100%
Ísrael3-175%
Pólland2-340%
Belgía0-30%
Ísland0-20%
Slóvenía0-20%

Fréttir
- Auglýsing -