spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland rýkur upp lista FIBA "Nefndu betra tríó en Martin Hermannsson, Tryggva...

Ísland rýkur upp lista FIBA “Nefndu betra tríó en Martin Hermannsson, Tryggva Hlinason og Elvar Friðriksson”

Ísland rýkur upp kraftröðun FIBA fyrir undankeppni EuroBasket 2025 í nýrri útgáfu listans sem birtur var í dag. Íslenska liðið hafði áður verið í 25. sætinu, en fer upp sex sæti og situr nú í 19. sæti, m.a. fyrir ofan sterkar þjóðir eins og Pólland, Georgíu og Úkraínu

Um Ísland segir kraftröðunin “Ísland var sekúndum (og Tarik Biberovic töfrum) frá fullkominni byrjun á undankeppninni. Að vinna hina mikilvægu viðureign gegn Ungverjalandi gerði febrúargluggann farsælan, en að ná því að vinna Tyrkland fyrir framan yfir 13.000 áhorfendur hefði verið kirsuberið á toppnum. Nefndu betra tríó en Martin Hermannsson, Tryggva Hlinason og Elvar Friðriksson. Við bíðum.”

Í efsta sæti listans er Serbía, Frakkland öðru og Lettland er í því þriðja, öll unnu liðin báða leiki fyrsta gluggans, en hér fyrir neðan má skoða kraftröðunina.

Hérna er hægt að lesa kraftröðun FIBA

Fréttir
- Auglýsing -