spot_img
HomeFréttirÍsland réð ekki við Finnland í seinni hálfleik

Ísland réð ekki við Finnland í seinni hálfleik

 

Íslenska U18 landslið kvenna tapaði í dag fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamóti yngri flokka sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Lokastaða var 72-97 fyrir Finnlandi en liðið er mjög sterkt.

 

Gangur leiksins:

 

Íslenska liðið fór hægt af stað en tókst að bíta vel frá sér þegar leið á fyrri hálfleikinn. Finnska liðið var þó alltaf yfir en Íslenska liðið átti í erfiðleikum með að finna leiðir að körfunni. Staðan í hálfleik var 31-40 fyrir Finnlandi.

 

Því miður hélt Íslenska liðið ekki út þriðja leikhlutann gegn sterkum finnum og náði liðið nærri tuttugu stiga forystu í leikhlutanum. Ísland náði ekki að koma til baka eftir það og var lokastaðan 72-97 fyrir Finnlandi.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Finnska liðið tók 22 sóknarfráköst gegn Íslandi gegn 14 hjá Íslandi. Þá var Finnland með mun betri skotnýtingu eða 44% gegn 34% hjá Íslandi. Finnska liðið setti þá þrettán þriggja stiga skot í leiknum.

 

Hetjan:

 

Birna Valgerður Benónýsdóttir var atkvæðamest hjá Íslandi í leiknum og var með 15 stig og 5 fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir átti einnig fína innkomu í lið Íslands, var með 10 stig og hitti vel.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn 

 

Viðtöl við Inga Þór þjálfara og Birnu:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -