spot_img
HomeFréttirÍsland og Austurríki leika um 13. sætið klukkan 12:45 að íslenskum tíma...

Ísland og Austurríki leika um 13. sætið klukkan 12:45 að íslenskum tíma í dag

7:53

{mosimage}

Styrmir Fjeldsted

Íslenska U-16 ára landsliðið leikur sinn 9. leik og jafnframt sinn síðasta í B-deild Evrópukeppninnar í dag gegn Austurríkismönnum.

Það er óhætt að segja að það sé mikið álag á þau 23 lið sem eru hér á mótinu, en þau spila 9 leiki á 10 dögum.

Í dag er komið að síðasta leiknum hjá liðunum en þá verður spilað um sæti.

Ísland leikur gegn Austurríkismönnum um 13. sætið og hefst leikurinn klukkan 12:45 að íslenskum tíma.

Liðin mættust í riðlakeppninni og hafði þá Ísland betur 69:58

Þýskaland og Svartfjallaland leika til úrslita á mótinu en Svartfjallendingar voru einmitt með Íslandi í riðli.

Allt um mótið

www.kki.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -