spot_img
HomeFréttirÍsland Norðurlandameistari í U16 karla!

Ísland Norðurlandameistari í U16 karla!

Ísland var rétt í þessu að rótbursta Svíþjóð 82-54 í úrslitaleik um Norðurlandameistaratitilinn. Íslensku piltarnir í U16 ára liðinu eru því Norðurlandameistarar árið 2010 og fóru ósigraðir í gegnum mótið, nánar síðar…
 
Ísland leiðir 64-47 að loknum 3.leikhluta….
 
Staðan er 48-39 Íslandi í vil þegar blásið hefur verið til hálfleiks í úrslitaviðureign þjóðanna á Norðurlandamótinu í körfubolta í flokki U16 karla.
Íslendingar fengu draumabyrjun og voru sjóðheitir, leiddu 31-17 að loknum fyrsta leikhluta þar sem Valur Orri Valsson var kominn með 14 stig. Svíar klóruðu í bakkann í öðrum leikhluta en Íslendingar leiða samt í hálfleik 48-39 þar sem Martin Hermannsson og Valur Orri eru báðir með 14 stig og Maciej Baginski er með 11 stig.
 
Ljósmynd/ [email protected] Emil Karel Einarsson sækir að sænsku körfunni í fyrri hálfleik. Nokkur hundruð manns fylgjast með leiknum og er Solnasalur 2 kjaftfullur.
Fréttir
- Auglýsing -