Íslenska liðið lék sinn næst síðasta æfingaleik fyrir Eurobasket 2017 í morgun er liðið mætti Ungverjalandi í annað sinn á tveimur dögum. Ísland byrjaði vel og leiddi meirihluta fyrri hálfleiks. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-16 fyrir Íslandi en íslenska vörnin var sterk framan af leik.
Ísland fór til hálfleiks með tveggja stiga forystu 39-37. Íslenska liðið tókst ekki að halda uppi frammistöðunni í seinni hálfleik. Ungverjaland tókst að snúa leiknum sér í vil snemma í seinni hálfleik og náði 10 stiga forystu. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 48-57 fyrir Ungverjum.
Því miður tókst Íslandi ekki að komast aftur inní leikinn og Ungverjar bættu enn í. Lokastaðan var 82-67 fyrir Ungverjum og niðurstaðan því tvo töp gegn Ungverjalandi.
Martin Hermannsson var stigahæstur með 17 stig, Haukur Helgi með 12 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig. Jón Arnór lék ekki með liðinu í dag vegna meiðsla.
Síðasti æfingaleikur liðsins fyrir mótið er þann 23. ágúst gegn Litháen. Liðið ferðast til Litháen á morgun en ljóst er að það verður verðugt verkefni að mæta þeim á þeirra heimavelli enda körfubolti eins og trúarbragð þar.
Tölfræði leiksins má finna hér að neðan.