Goran Dragic leikmaður Miami Heat og Slóvenska landsliðsins hefur ákveðið að Eurobasket 2017 verði hann síðustu landsleikir á ferlinum. Þessi 31 árs leikstjórnandi tilkynnti þetta á Twitter í vikunni og sagði þar með að æfingaleikurinn gegn Króatíu yrði hans síðasti leikur fyrir framan slóvenska áhorfendur.
„Ég vissi eftir að ég yfirgaf völlinn síðasta fimmtudag að þetta væri minn síðasti heimaleikur fyrir framan bestu stuðningsmenn í heimi. Ég grét næstum. Hendur mínar og fætur urðu þungar. Ég minntist þess hversu stoltur ég var þegar ég var fyrst valinn í yngri landslið Slóveníu. Ég mundi hvernig tilfinningin var þegar ég vann gullverðlaun fyrir þjóðina á U20 evrópumótinu í Brno.“ segir Dragic meðal annars í hjartnæmri tilkynningu.
Hann þakkaði liðsfélögum, þjálfurum og öllum í kringum Slóvenskan körfubolta og bætti við: „Ég trúi ekki hvað tíminn lýður hratt. Þeir segja að góðir hlutir vari ekki lengi en þeir munu alltaf vera til í hjartanu. Frá því að við vorum einu skrefi frá verðlaunum í Póllandi á Eurobasket 2009 þangað til þið (stuðningsmennirnir) fögnuðuð með okkur eins og við hefðum unnið mótið er við urðum í fimmta sæti á Eurobasket 2013 sem var á okkar heimavelli.“
Ísland mætir Slóveníu þann 5. september kl 10:30 að íslenskum tíma. Það gæti orðið næst síðasti landsleikur Dragic fyrir Slóveníu ef liðið kemst ekki áfram.
_x1f618__x1f1f8__x1f1ee__x1f4aa__x1f3fc__x1f44f__x1f3fc_ @kzs_si !!! pic.twitter.com/zlvunOlHYC
— Goran Dragi? (@Goran_Dragic) August 25, 2017