spot_img
HomeFréttirÍsland með bakið upp við vegg eftir tap gegn Úkraínu

Ísland með bakið upp við vegg eftir tap gegn Úkraínu

Undir 20 ára lið Íslands tapaði fyrr í kvöld fyrir Úkraínu, 94-72 í leik um 9-16 sæti A deildar Evrópumótsins í Chemnitz í Þýskalandi. Ísland mun því leika um 13-16 sæti A-deildarinnar eftir tapið. 

 

Ísland hélt vel í Úkraínu í leiknum og var fyrri hálfleikur ansi jafn. Þriðji leikhluti fór hinsvegar illa með Íslenska liðið og Úkraína náði góðri forystu. Ísland náði ekki að éta upp forystuna í seinni hálfleik og tapaði að lokum með 22 stigum, 94-72. 

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Sigurkarl Jóhannesson sem endaði með 9 stig og 9 fráköst. Ingvi Guðmundsson var stigahæstur með 15 stig en ansi slaka skotnýtingu. 

 

Tapið þýðir að Ísland mun leika um 13-16 sæti A-deildarinnar. Þrjú lið falla niður í B-deild og því staðan orðin ansi strembin fyrir Íslenska liðið. Ísland þarf að sigra báða leiki sína sem eftir eru. Á morgun er frídagur en á laugardag mætir Ísland Grikklandi en í hinum leiknum mætast Svíþjóð og Rúmenía. 

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -