spot_img
HomeFréttirÍsland mætir Tyrklandi á EM

Ísland mætir Tyrklandi á EM

Íslenska U20 landsliðið mætir Tyrklandi í öðrum leik liðsins í B-riðli Evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. 

 

Í liði Tyrklands eru gríðarlega sterkir leikmenn á borð við Omer Yurtsevin sem leikur með NC state háskólann. Hann var talinn líklegur til að taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar í ár en ákvað að leika í eitt ár í háskólaboltanum í viðbót. Omer átti ótrúlegan leik gegn Svartfjallalandi í gær en hann skilaði 16 stigum og 18 fráköstum. 

 

Það verður áhugavert að sjá hann og Tryggva Snæ Hlinason mætast á vellinunm en báðir áttu frábæran leik í gær. Bæði Ísland og Tyrkland töpuðu sínum leikjum í gær og því mikilvægt fyrir bæði lið að komast á blað. Leikurinn hefst kl 13:45 og er í beinni útsendingu á netinu. 

 

Leikur dagsins: 

 

Ísland – Tyrkland kl 13:45 (íslenskum tíma) í beinni á Youtube-rás FIBA

Fréttir
- Auglýsing -