spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland mætir sterkum andstæðingum í undankeppni Eurobasket

Ísland mætir sterkum andstæðingum í undankeppni Eurobasket

Undirbúningur fyrir evrópumót A-landsliða kvenna hófst formlega í dag þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina. Mótið fer fram í Frakklandi og Spáni árið 2021.

Ísland var dregið í A-riðil og verður í riðli með Slóveníu, Grikklandi og Búlgaríu. Gríðarlega sterkur riðill sem Ísland endar í.

Slóvenía hefur verið fastagestur á Eurobasket síðustu skipti. Þá endaði Grikkland í 11. sæti heimsmeistaramótsins í sumar og fjórða sæti á síðasta Eurobasket. Búlgaría tapaði hinsvegar öllum leikjum sínum í síðustu undankeppni.

Leikið í nóvember 2019, nóvember 2020 og janúar/febrúar 2021.

Fréttir
- Auglýsing -