10:38
{mosimage}
(Pavel Ermolinkij að sækja að körfu Maltverja í gær)
Einn leikur er á dagskrá hjá íslensku liðunum á Smáþjóðaleikunum í dag. Karlalið Íslands mætir heimamönnum í Kýpur kl. 20.30 að staðartíma en það gerir 17.30 hér á Fróni. Leikurinn verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.
Eins og margir vita sauð upp úr fyrir tveimur árum þegar Ísland var að landa sigri á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007. Því má búast við miklu fjöri í dag.



