spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland mætir Búlgaríu kl. 15:00 í Heraklion

Ísland mætir Búlgaríu kl. 15:00 í Heraklion

Íslenska landsliðið mætir Búlgaríu í dag í undankeppni EuroBasket 2021 í Grikklandi. Leikurinn sá seinni er liðið leikur í þessum landsliðsglugga, en þeim fyrri töpuðu þær gegn sterku liði Slóveníu á fimmtudaginn.

Ísland mætti Búlgaríu í fyrsta glugga keppninnar í nóvember á síðasta ári í Laugardalshöllinni. Fór Búlgaría með sigar af hólmi þá, nokkuð örugglega, 69-84.

Leikur dagsins hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma, en útsending RÚV fer af stað kl. 14:50.

Einnig verður hægt að horfa á hann á YouTube rás FIBA hér fyrir neðan, sem og fylgjast með lifandi tölfræði hér.

Fréttir
- Auglýsing -