spot_img
HomeFréttirÍsland - Lúxemburg í Keflavík í kvöld

Ísland – Lúxemburg í Keflavík í kvöld

10:35

{mosimage}

Íslenska landsliðið mætir Lúxemburg kl. 20:00 í Keflavík í kvöld. Þetta verður þriðji leikur liðsins í B-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Íslenska liðið verður að sigra til þess að eiga möguleika á því að komast upp í A-deildina. Íslendingar sigruðu þegar liðin mættust síðast á Smáþjóðaleikunum. Lúxemburgarar eru þó sýnd veiði en ekki gefin en lið þeirra er skipað eftirfarandi leikmönnum. 

4 Tom Schumacher 194cm Bakvörður

5 Jean Marc Melchior 197cm Bakvörður/framvörður

6 Gilles Bach 183cm Leikstjórnandi

7 Frank Muller 190cm Bakvörður

8 Eric Jeitz 184cm Bakvörður

9 Jairo Ferreira 190cm Leikstjórnandi

10 Bob Kieffer 195 Framvörður

11 Samy Picard 180cm Bakvörður

12 Felix Hoffman 190cm Framvörður

13 Gil Melchior 194cm Bakvörður

14 Martin Rajniak 205cm Framvörður

15 Alvin Jones 211cm Miðvörður 

Þeirra bestu leikmenn að mati landsliðsþjálfaranna eru: 

Alvin Jones

 Alvin er bandarískur að uppruna en fæddist í Luxemburg þegar faðir hans var að leika körfubolta þar 1978. Alvin Jones var valinn í fyrstu umferð NBA deildarinnar árið 2001 en hefur leikið að mestu í toppdeildum Evrópu eins og á Spáni og Póllandi . Þetta er mikill skrokkur. 

Martin Rajniak

Martin er hávaxinn framvörður sem er mjög fjölhæfur leikmaður. Hann getur bæði skorað inn í teig sem og skotið vel að utan. Martin lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hann stóð sig vel, hefur á síðustu árum verið að leika heima fyrir sem og aðeins á Spáni. 

Íslenska liðið er skipað sömu leikmönnum og áður en þeir eru: 

4 Magnús Gunnarsson 25 ára Keflavík

5 Friðrik Stefánsson 30 ára Njarðvík

6 Jakob Sigurðarson 24 ára Vigo, Spáni

7 Jón Hafsteinsson 25 ára Keflavík

8 Egill Jónasson 22 ára Njarðvík

9 Jón Arnór Stefánsson 23 ára Pamesa Valencia, Spáni

10 Páll Axel Vilbergsson 28 ára Grindavík

11 Brenton Birmingham 34 ára Njarðvík

12 Fannar Ólafsson 28 ára KR

13 Hlynur Bæringsson 24 ára Snæfelli

14 Logi Gunnarsson 25 ára Bayeruth, Þýskalandi

15 Helgi Magnússon 24 ára Boncourt, Sviss 

Eins og áður er mikilvægt að áhorfendur mæti og styðji strákana okkar til sigurs í þessum mikilvæga leik.

 

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -