spot_img
HomeFréttirÍsland lokaði riðlakeppni Evrópumótsins með framlengdum sigri gegn Noregi

Ísland lokaði riðlakeppni Evrópumótsins með framlengdum sigri gegn Noregi

Undir 18 ára lið Íslands lagði Noreg í dag í lokaleik riðlakeppni sinnar á Evrópumótinu í Búlgaríu, 51-46.

Leikurinn var jafn og spennandi lengst af þar sem það þurfti að lokum framlengingu til þess að skilja liðin að, 43-43. Í henni gerði Ísland einstaklega vel varnarlega þar sem þær leyfa aðeins 3 stig og uppskáru því að lokum nokkuð þægilegan sigur, miðað við framlengdan leik.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 9 stig og 13 fráköst. Henni næstar voru Jana Falsdóttir með 9 stig, 4 fráköst og 2 stolna bolta og Emma Hrönn Hákonardóttir með 8 stig og 9 fráköst.

Ísland hafnaði því í 3. sæti C riðils keppninnar og mun leika um 9.-18. sæti mótsins. Næsti leikur þeirra í þeim hluta keppninnar er kl. 15:30 á morgun, en líklegt er að liðið mæti Írlandi, Danmörku eða Rúmeníu í fyrsta leik.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -