spot_img
HomeFréttirÍsland lét í minni pokann fyrir Svartfjallalandi

Ísland lét í minni pokann fyrir Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið mátti þola tap í kvöld fyrir heimamönnum í Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í forkeppni undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Leikið riðilsins fara allir fram á næstu vikunni í sóttvarnabúbblu ytra, en næsti leikur liðsins er gegn þriðja liði riðilsins, Danmörku.

Eftir agalega byrjun í leik kvöldsins náði Ísland vopnum sínum um miðjan fyrri hálfleikinn. Svartfellingar voru þó skrefinu á undan þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 39-33. Með góðum kafla í upphafi seinni hálfleiksins nær Ísland svo að jafna leikinn, en heimamenn setja fótinn þá aftur á bensíngjöfina og sigla að lokum nokkuð öruggum 14 stiga sigur í höfn, 83-69.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Elvar Már Friðriksson með 16 stig og 4 stoðsendingar, en þá bætti Kári Jónsson við 9 stigum.

Tölfræði leiks

Leikur morgundagsins gegn Danmörku kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.

Fréttir
- Auglýsing -