Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017 í dag er liðið mætir Grikklandi kl 13:30 á íslenskum tíma. Nýjir búningar Errea er nokkuð frábrugðinn búningnum sem liðið lék í á síðasta evrópumóti. Þar sem að nú er nafn landsins sett fram á frummálinu, Ísland, en ekki eins og það var á ensku. Einnig hefur íslenska fánanum verið bætt við á búninginn.
Samkvæmt heimildum Karfan.is mun Ísland leika í hvíta búningnum í dag. Treyjan er í tveimur litum, bláum og hvítum. Blái búningurinn var einungis til sölu hjá Errea en spurning er hvort sá hvíti muni veita lukku á mótinu í ár.
Leikur Íslands og Grikklands hefst kl 13:30 í dag og verður í beinni útsendingu á RÚV. Karfan.is mun fjalla ítarlega um leikinn og stemmninguna í kringum hann í dag.