spot_img
HomeFréttirÍsland leikur gegn Kósovó kl. 15:00 - Gríðarlega mikilvægur leikur í jöfnum...

Ísland leikur gegn Kósovó kl. 15:00 – Gríðarlega mikilvægur leikur í jöfnum riðil

Íslenska landsliðið mætir Kósovó kl. 15:00 í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Fer leikurinn fram í sóttvarnarbólu FIBA í Bratislava í Slóvakíu. Fyrri leik gluggans vann Ísland síðasta fimmtudag gegn Lúxemborg, en í leiknum á eftir tapaði Kósovó fyrir Slóvakíu.

Til þess að komast áfram þarf Ísland að vera eitt af tveimur efstu liðum riðils síns, en staðan í honum er ansi snúin, þar sem að Slóvakía, Kósovó og Ísland eru öll með tvo sigra og eitt tap. Bæði er sigur fyrir Ísland mikilvægur í dag, sem og hvernig sá sigur verður. Eftir að hafa tapað fyrir Kósovó í fyrri leik liðanna í febrúar síðastliðnum með tveimur stigum, getur einnig orðið mikilvægt á endanum fyrir Ísland að leggja þá í dag með þremur stigum eða fleiri.

Hægt verður að fylgjast með leiknum á YouTube hér fyrir neðan og þá verður hann einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -