Kominn er hálfleikur í úrslitaviðureign Íslands og Lúxemborgar í kvennakeppni körfuboltans á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið leiðir 30-26 í hálfleik þar sem Bryndís Guðmundsdóttir er komin með 7 stig í íslenska liðinu.
Íslenska liðið náði 28-18 forystu í öðrum leikhluta en Lúxemborg átti góðan 2-8 sprett fyrir hálfleik og staðan því 30-26 í leikhléi. Cathy Schmit er stigahæst í hálfleiknum hjá Lúxemborg með 8 stig og 4 stoðsendingar.
Mynd/ [email protected] – Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í baráttunni í fyrri hálfleik.



