spot_img
HomeFréttirÍsland leiðir í hálfleik 40-37

Ísland leiðir í hálfleik 40-37

21:41

{mosimage}
(Logi Gunnarsson keyrir að körfu Dana í fyrri hálfleik)

Íslenska liðið hefur leitt allan leikhlutan og náðu forskotinu mest upp  í 10 stig þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður en þá tók Danska liðið við sér.  Leikurinn spilaðist því nokkuð jafnt það sem eftir lifði en Íslenska liðið tók leikhlé í stöðunni 36-33 þegar rúmlega tvær mínutur voru eftir.  Danska liðið komst yfir í stöðunni 36-37 þegar rúm mínúta lifði af leikhlutanum en Íslenska liðið átti seinustu 4 stigin í leikhlutanum og leiða því með 3 stigum í hálfleik 40-37.


Stigahæstir eru Jón Arnór Stefánsson með 12 stig og Páll Axel Vilbegsson með 7 stig

Í danska liðinu er Adam Darbo atkvæaðmestur með 9 stig og næstur er Andreas Jakobsen með 6 stig.

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -