spot_img
HomeFréttirÍsland laut í lægra haldi gegn Bosníu - Leika næst um 5....

Ísland laut í lægra haldi gegn Bosníu – Leika næst um 5. til 8. sæti Evrópumótsins í Sófíu

U18 stelpur Íslands mættu liði Bosníu í 8 liða úrslitum B deild Evrópumótsins í dag. Þetta var mjög mikilvægur leikur en með sigri hefði liðið tryggt sér inn í undanúrslit keppninnar.  

Ísland skoraði fyrstu körfu leiksins en það var eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Vörn Íslands var ekkert sérstök í 1. Leikhluta og náðu Bosnía ágætis forskoti strax í byrjun. Staðan í leikhlutaskiptum var 20-10 Bosníu í vil. Vörnin lagaðist í 2. Leikhluta en ekkert bólaði á sókninni. Okkar stelpur héldu sér þó alltaf inn í leiknum með því að minnska muninn í 1 stig í stöðunni 22 – 21 um miðjan leikhlutann. Bosnía skoraði hins vegar síðustu 9 stigin í leikhlutanum og staðan í hálfleik var 31-22.   

Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað. Vörnin var góð en gekk illa að skora. Það vildu bara engin skot ofaní. Maður hafði samt alltaf trú á því að þær mundu byrja að hitta þessum skotum sem þær fengu því þetta voru fín skot. Boltinn vildi bara ekki niður. Bosnía hélt áfram sínum leik og náði að auk muninn aðeiní restina þar sem Ísenska þurfti að fara flýta sér mikið vegna stöðunnar í leiknum. Lokatölur 65-48 Bosníu í vil.

Stelpurnar duttu full snemma í hetjubolta þar sem allar ætluðu að græja þetta sjálfar. Lítið var um boltaflæði og ef einhver keyrði á körfuna þá var það ekki til þess að opna fyrir aðrar heldur var hugsunin meira að skora sjálfar þó svo að það kæmu 2-3 varnarenn í þær. Það komu þó nokkrar sóknir sem voru mjög flottar þar sem boltinn fékk að flæða og við fengum gal opið skot. Það er því óhætt að segja að sóknarleikur Íslands hafi verið þeirra banabitinn í þessum leik.

Atkvæðamestar í liði Íslands voru: Sara með 10 stig og 8 fráköst, Hildur 10/5, Emma 9/5 Anna María 8

Ég hef fulla trú á því að stelpurnar gíri sig upp í næstu tvo leiki og spili saman sem lið, hætti þessu endalausa drippli, Þær sýni okkur hvað þær eru geggjaðar þegar þær spila saman sem lið því þegar allar eru á sömu blaðsíðu, hreyfa sig án bolta og eru óhræddar við að skjóta er þetta geggjað lið.

Núna fer Íslenska liðið í keppni um 5-8. Sæti í keppninni og það kemur í ljós seinna í dag hverjar mótherjar þeirra verða á morgun.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Hákon Hjartar

https://www.karfan.is/2023/07/anna-frida-sagdist-hafa-haft-tru-fram-a-lokaminutuna-thetta-bara-fell-ekki-med-okkur/
https://www.karfan.is/2023/07/anna-margret-eftir-leikinn-gegn-bosniu-fannst-vid-berjast-ogedslega-vel/

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -