spot_img
HomeFréttirÍsland lá gegn Noregi

Ísland lá gegn Noregi

20:44 

{mosimage}

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í b-deild Evrópukeppni landsliða. Lokatölur leiksins voru 55-38. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti undir í fyrsta leikhluta en náði að minnka muninn aftur í áður en fyrri hálfleik lauk. Norska liðið var þó of sterkt og hafði frumkvæðið allan leikinn. 

Helena Sverrisdóttir skoraði 18 stig og tók 15 fráköst fyrir Ísland en það dugði þó skammt því enginn annar leikmaður liðsins náði að skora meira en 5 stig í leiknum. Það var töluvert meiri dreifing á stigaskori norska liðsins en fjórir leikmenn liðsins skoruðu meira en 9 stig.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -