spot_img
HomeFréttirÍsland lá fyrir Ísrael í lokaleik riðilsins - Leika í umspili á...

Ísland lá fyrir Ísrael í lokaleik riðilsins – Leika í umspili á miðvikudag

Undir 20 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Prishtina í Kosóvó. Í dag tapaði liðið sínum öðrum leik á mótinu fyrir Ísrael, 63-78.

Mikið jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks. Ísrael var með forystuna eftir fyrsta leikhluta, 17-16, en þegar í hálfleik var komið var Ísland komið yfir, 31-30.

Í upphafi seinni hálfleiksins tók Ísrael svo öll völd á vellinum. Unnu þriðja leikhlutann með 9 stigum og voru því með 8 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla 15 stiga sigri í höfn, 63-78.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 16 stig og tók 3 fráköst.

Næst leikur liðið á miðvikudag um sæti 9-12 á mótinu gegn Grikklandi.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -