spot_img
HomeFréttirÍsland kjöldró Gíbraltar og spilar til úrslita gegn Kýpur

Ísland kjöldró Gíbraltar og spilar til úrslita gegn Kýpur

Íslenska U16 ára kvennalandsliðið kjöldró stöllur sínar frá Gíbraltar í dag í undanúrslitum C-deildar í Evrópukeppninni. Lokatölur leiksins voru 107-20 Íslandi í vil en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 21-1.
Fimm leikmenn í íslenska liðinu skoruðu 10 stig eða meira í leiknum en þeirra atkvæðamest var Sara Rún Hinriksdóttir með 15 stig og 7 fráköst. Guðlaug Björt Júlíusdóttir bætti við 14 stigum og þá var Sólrún Gísladóttir með 13 stig og 7 fráköst.
 
Ísland mun því leika til úrslita á morgun kl. 17:00 og mætir liðið Kýpverjum.
 
  
Mynd/ Guðlaug Björt Júlíusdóttir gerði 14 stig fyrir Íslands hönd.
Fréttir
- Auglýsing -