spot_img
HomeFréttirÍsland-Írland í lokaleik riðlakeppni U18 í dag

Ísland-Írland í lokaleik riðlakeppni U18 í dag

U18 ára landslið Íslands mætir Írum í lokaleik riðlakeppninnar í Evrópukeppni B-deildar í dag. Ísland stendur vel að vígi og sigur kemur íslenska liðinu áfram í 8-liða úrslit mótsins. Um er að ræða milliriðla þá milli þeirra átta efstu liða mótsins sem komast upp úr riðlunum fjórum.

Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 18:00 í Austurríki eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. 

Kristinn Pálsson hefur spilað vel í íslenska liðinu en hann er þriðji stigahæsti leikmaður mótsins með 21,3 stig að meðaltali í leik. Ekki langt þar undan eða í 6. sæti er Kári Jónsson með 18,7 stig á leik. 

Keppnisdagskrá mótsins

Fréttir
- Auglýsing -