spot_img
HomeFréttirÍsland í 4. sæti á NM U20

Ísland í 4. sæti á NM U20

Norðurlandamóti U20 ára landsliða kvenna lauk í Kaupmannahöfn í gær. Ísland hafnaði í fjórða og neðsta sæti mótsins og mátti fella sig við stórt tap gegn Eistum í lokaleiknum en Eistar urðu Norðurlandameistarar.

Eistland vann Ísland 76-45 þar sem Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 15 stig og 3 fráköst. Sara var einnig valin í úrvalslið mótsins ásamt Sofie Tryggesson, Danmörk, Enna Pehadzic, Danmörk, Matilda Agren, Svíþjóð og Maaja Bratka, Eistlandi.

Úrslit Íslands á mótinu:
Ísland 69-70 Svíþjóð
Ísland 63-86 Danmörk
Ísland 45-76 Eistland 

Lokastaða NM 2015
1. Eistland 
2. Danmörk
3. Svíþjóð
4. Ísland

Mynd/ Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir var valin í úrvalslið Norðurlandamótsins.

Fréttir
- Auglýsing -