spot_img
HomeFréttirÍsland í 25. sæti Evrópulista FIBA - Ofar en báðir andstæðingar búbblunnar...

Ísland í 25. sæti Evrópulista FIBA – Ofar en báðir andstæðingar búbblunnar í Slóvakíu

Framundan dagana 23.-29. nóvember er landsliðsgluggi karlalandsliðsins og verður líkt og hjá konunum í síðustu viku leikið í sóttvarnar „bubblu“ á vegum FIBA og fer hún fram í Bratislava í Slóvakíu hjá okkar liði. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefur valið liðið sitt fyrir leikina tvo en þá mætir Ísland fyrst Lúxemborg þann 26. nóvember og svo Kosovó þann 28. nóvember.

Hérna er hægt að sjá lið Íslands

Til þessa í riðlinum hefur Ísland unnið einn leik og tapað einum í riðli B. Töpuðu þeir fyrir Kósovó úti og unnu svo Slóvakíu heima í síðasta glugga, sem fram fór í febrúar á þessu ári.

Á síðasta heimslista FIBA var Ísland 46. besta lið í heiminum, en það 25. besta í Evrópu. Mótherjar Íslands úti í Slóvakíu voru öllu neðar. Lúxemborg er samkvæmt listanum 77. besta lið í heiminum og það 39. besta í Evrópu. Kósovó aðeins ofar, það 69. besta í ehiminum, en það 37. besta í Evrópu.

Fréttir
- Auglýsing -