Undir 16 ára lið stúlkna tapaði fyrr í dag fyrir Bosníu og Hersegóvínu, 41-60, á Evrópumótinu í Rúmeníu. Leikurinn var í umspili um 17. sæti mótsins. Því ljóst að Ísland endar í 18. sæti þetta árið.
Í fyrri hálfleik leiksins var Bosnía mun betri aðilinn. Vinna fyrsta leikhlutann 11-19 og annan 6-20. Munurinn í hálfleik því heil 22 stig, 17-39. Í seinni hálfleiknum náði Ísland aðeins að rétta sig af, vinna bæði þriðja og fjórða leikhluta, en ekki nægilega til þess að ganga neitt af ráði á forystu andstæðingana. Bosnía sigraði leikinn því að lokum með 19 stigum, 41-60.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Hrund Skúladóttir, en hún skoraði 12 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum.