spot_img
HomeFréttirÍsland í 12. sæti Evrópumótsins í Svartfjallalandi eftir spennuleik gegn Bretlandi

Ísland í 12. sæti Evrópumótsins í Svartfjallalandi eftir spennuleik gegn Bretlandi

Undir 16 ára lið stúlkna hafnaði í 12. sæti Evrópumóts þessa árs eftir þriggja stiga tap fyrir Bretlandi, 69-66.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi í lokin. Á lokasekúndunum fékk Ísland ágætis tækifæri til þess að jafna leikinn, en ekki vildi boltinn niður og 12. sætið því niðurstaðan þetta árið.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Ísold Sævarsdóttir með 8 stig, 4 fráköst 3 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Stigahæst var Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir með 13 stig, 5 fráköst og henni næst Dzana Crnac með 11 stig og 6 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -